Vista Expo ehf. er leiðandi viðburðafyrirtæki sem leggur mikla áherslu á sjálfbærni í allri sinni starfsemi. Markmið okkar er að viðburðir okkar hafi jákvæð samfélagsleg og menningarleg áhrif, á sama tíma og við lágmörkum umhverfisáhrif og stuðlum að ábyrgri neyslu og framleiðslu.
Við höfum tileinkað okkur tvö heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna:
1. Ábyrg neysla og framleiðsla (markmið nr. 12)
2. Aðgerðir í loftslagsmálum (markmið nr. 13)
Áherslur okkar:
- Minnkun umhverfisáhrifa: Við drögum úr kolefnislosun, flokkum úrgang, sparum orku og notum umhverfisvottaðar vörur.
- Samstarf með hagaðilum: Við vinnum náið með birgjum, þátttakendum og gestum til að innleiða sjálfbærni í alla þætti viðburðanna.
- Rafræn lausnir: Við leggjum áherslu á að lágmarka pappírsnotkun og tryggja að öll gögn og miðar séu rafræn.
- Hvatning og fræðsla: Við hvetjum þátttakendur til umhverfisvænna skrefa, t.d. með kolefnisjöfnun, og veitum upplýsingar um árangur sjálfbærnistefnu okkar.
Skýr markmið:
- Halda sjálfbærniuppgjör fyrir hvern viðburð með mælanlegum þáttum eins og kolefnislosun, hlutfalli flokkaðs úrgangs og orkunýtingu.
- Áhersla á algert rafrænt bókhald og rafræna aðgöngumiða frá og með 2025.
- Innleiða birgjamat og umhverfisvæna innkaupastefnu.
Aðgerðir okkar:
- Sjálfbærnistefnan verður sýnileg á heimasíðu og öllum hagaðilum kynnt.
- Við veljum birgja og samstarfsaðila sem deila okkar gildum og hvetjum þá til frekari framfara í sjálfbærni.
- Regluleg endurskoðun á stefnu, markmiðum og árangri til að tryggja áframhaldandi þróun.
Vista Expo ehf. er staðráðið í að leiða vegferðina að sjálfbærari viðburðum og skila jákvæðum áhrifum fyrir samfélag og umhverfi. Við höfum það að leiðarljósi að sjálfbærnistefna sé ekki aðeins orð á blaði heldur lifandi þáttur í allri okkar starfsemi. Við hvetjum þig til að taka þátt í að gera viðburði okkar enn grænni!